Sign up to save your library
With an OverDrive account, you can save your favorite libraries for at-a-glance information about availability. Find out more about OverDrive accounts.
Find this title in Libby, the library reading app by OverDrive.

Search for a digital library with this title
Title found at these libraries:
Library Name | Distance |
---|---|
Loading... |
Þriðji hluti ævisögu Jóns Sigurðssonar greinir frá Alþingisfundunum árin 1853 og 1857, þeim ýmsu þingmálum sem þar voru tekin fyrir ásamt baráttu Íslendinga fyrir verslunarfrelsi. Þrátt fyrir vonbrigði að þjóðfundi loknum, efldu niðurstöður hans samstöðu og viðhorf þjóðarinnar til sjálfstæðisbaráttu. Þá litu landsmenn helst til Jóns Sigurðssonar hvað þjóðmál snertir enda atorkusamur í að koma skoðunum sínum á framfæri, bæði í ræðu og riti. Var það helst tímaritið Ný félagsrit sem birti skoðanir baráttumanna um höfuðmál þjóðarinnar á fræðandi, leiðbeinandi og hvetjandi máta. Á þessum tíma tók Jón einnig við stöðu forseta Hins Íslenzka bókmenntafélags ásamt því að starfa fyrir Árnasafn þar sem hann lagði ríka áherslu á söfnun íslenskra handrita. Jón Sigurðsson I-V er ævisaga þjóðarhetju og leiðtoga Íslands í sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld. Ævisagan var upprunalega gefin út í fimm bindum af Hinu Íslenzka Þjóðvinafélagi í Reykjavík á árunum 1929-1933. Verkið er viðamikið og gefur innsýn í afdrifaríka ævi Jóns Sigurðssonar og sjálfstæðisbaráttuna við Dani. Höfundur bókanna er Páll Eggert Ólason.