Þerraðu aldrei tár án Hanska

ebook

By Jonas Gardell

cover image of Þerraðu aldrei tár án Hanska

Sign up to save your library

With an OverDrive account, you can save your favorite libraries for at-a-glance information about availability. Find out more about OverDrive accounts.

   Not today
Libby_app_icon.svg

Find this title in Libby, the library reading app by OverDrive.

app-store-button-en.svg play-store-badge-en.svg
LibbyDevices.png

Search for a digital library with this title

Title found at these libraries:

Loading...

Þegar Rasmus stígur úr lestinni á Aðalbrautarstöðinni í september 1982 yfirgefur hann litla heimabæinn Koppom í eitt skipti fyrir öll og snýr aldrei þangað aftur. Ungur og fallegur kastar hann sér út í Stokkhólm hinna samkynhneigðu.

Benjamín er vottur Jehóva. Áhugasamur og fylginn sér gengur hann hús úr húsi til að predika um Guð. Ekkert fær hróflað við trú hans. Þar til dag einn þegar hann hringir dyrabjöllunni hjá Paul, hlýlegasta, skemmtilegasta og meinfyndnasta homma sem Guð hefur nokkurn tíma skapað.

Á aðfangadagskvöld þegar snjórinn fellur yfir borgina hittast svo Rasmus og Benjamín og ekkert verður eins og áður.

Það sem sagt er frá í þessari sögu hefur gerst. Það gerðist í borg sem heitir Stokkhólmur, mitt á meðal fólksins sem þar lifir.

Í þessari borg, þar sem flestir héldu áfram að lifa lífi sínu eins og ekkert hefði í skorist, fóru ungir menn að veikjast, veslast upp og deyja.

Ég var einn þeirra sem lifði af.

Þetta er saga mín og vina minna.

Þýðandi: Draumey Aradóttir

Þerraðu aldrei tár án hanska er skáldsaga í þremur hlutum:

1. hluti Ástin

2. hluti Sjúkdómurinn Kemur út í nóv. 2013

3. hluti Dauðinn Kemur út í feb. 2014

Jonas Gardell, fæddur 1963, er rithöfundur, grínisti og leikskáld. Frá því fyrsta bók hans kom út árið 1985 hafa fimmtán bækur verið gefnar út eftir hann.

Kápuhönnun: Pompe Hedengren

Kápumynd: Tuija Lindström

www.jonasgardell.se www.dsyn.is

Þerraðu aldrei tár án Hanska