Svörtulönd

ebook

By Belinda Bauer

cover image of Svörtulönd

Sign up to save your library

With an OverDrive account, you can save your favorite libraries for at-a-glance information about availability. Find out more about OverDrive accounts.

   Not today
Libby_app_icon.svg

Find this title in Libby, the library reading app by OverDrive.

app-store-button-en.svg play-store-badge-en.svg
LibbyDevices.png

Search for a digital library with this title

Title found at these libraries:

Loading...

Hinn tólf ára gamli Steven Lamb grefur holur á Exmoor heiði í von um að finna lík.

Á hverjum degi eftir skóla og um helgar, á meðan skólafélagar hans skiptast á fótboltamyndum, grefur Steven holur til að freista þess að leggja til hinstu hvílu frændann sem hann kynntist aldrei, frændann sem hvarf þegar hann var ellefu ára og talið er að hafi verið fórnarlamb hins alræmda raðmorðingja Arnold Avery.

Amma Stevens er sú eina sem er sannfærð um að sonur hennar sé á lífi. Hún stendur bitur vörð við gluggann í forstofunni og bíður eftir að hann komi heim, meðan fjölskylda hennar molnar í kringum hana.

Steven er harðákveðinn í að fylla upp í brestina sem aðskilja fjölskyldumeðlimina sífellt meira, áður en það er um seinan. Ef það þýðir að hann þarf að finna bein hins myrta sonar þá er hann tilbúinn til að gera það.

Næsta skref er vandlega samið bréf sem hann sendir Arnold Avery í fangelsið. Þar með hefst hættulegur eltingarleikur á milli örvæntingarfulls barns og raðmorðingja sem leiðist.

Leikurinn á eftir að hafa hræðilegri afleiðingar en Steven getur mögulega gert sér í hugarlund...

Kæri herra Avery

Ég er að leita að WP. Getur þú hjálpað mér?

Af einlægni,

SL, 111 Barnstable Road, Shipcott, Somerset.

Belinda Bauer fékk Gullrýtinginn 2010 fyrir Svörtulönd og er það í fyrsta sinn í fjörutíu ár sem frumraun höfundar hlýtur þessi eftirsóttu verðlaun

„Fullkomlega frumleg og fær mann til þess að hugsa."

- Mo Hayder

"Frumleg, óhugnaleg og þrungin spennu, þessi frumraun höfundar gefur ekkert eftir."

- VAL MCDERMID

Svörtulönd