Svartþröstur

ebook

By Hafliði Vilhelmsson

cover image of Svartþröstur

Sign up to save your library

With an OverDrive account, you can save your favorite libraries for at-a-glance information about availability. Find out more about OverDrive accounts.

   Not today
Libby_app_icon.svg

Find this title in Libby, the library reading app by OverDrive.

app-store-button-en.svg play-store-badge-en.svg
LibbyDevices.png

Search for a digital library with this title

Title found at these libraries:

Loading...

Is That All There is? Nei, það er líf eftir fimmtugt.

Þegar maður er orðinn hálfsextugur eins og hann Rúnar Rúnarsson í Kjöt og Káli, er ólíklegt að lífið taki stakkaskiptum úr því. Allt er eftir beinu brautinni, börnin flogin úr hreiðrinu, eiginkonan hætt að vilja sofa hjá og helsta tilbreytingin er sú að fara vikulega í Bónus og fylla körfuna.

Og svo er ein og ein jarðarför til að lífga upp á hversdaginn.

Það er einmitt þegar Rúnar Rúnarsson er á leið til að fylgja fornvini sínum, hinum ástsæla listmálara Davíð Gunnarssyni, til grafar, að hann rekst á kunnuglega konu á kirkjutröppunum og það á eftir að draga dilk á eftir sér. Þessi kona kveikir gamlar minningar frá því forðum daga þegar hann varð ástfanginn af þeirri einu konu sem hann hefur elskað en glataði á sínum tíma. Kulnaðar glæður lifna á ný og vængbrotinn svartþrösturinn hefur sig til flugs.

Svartþröstur er launkímin saga um það að ekki séu öll kurl komin til grafar þótt halli undan fæti á lífsveginum. Angurvær og ljúfsár í senn og þarf að lesast af umhyggju til þess að njóta hennar til fulls.

Þetta er ástarsaga eins og þær eru bestar – endar vel.

Það er orðið talsvert langt síðan að Hafliði Vilhelmsson hefur sent frá sér skáldsögu.

Nú kemur Svartþröstur, sem kalla mætti rómantíska ástarsögu þótt allar skilgreiningar séu óþarfar.

Áður hefur Hafliði sent frá sér bækur eins og til dæmis, „ Leið 12 – Hlemmur –Fell," „Beyg," „Gleymdu aldrei að ég elska þig," svo einhverjar séu nefndar.

Það er von höfundar að lesendur hafi jafn gaman af að lesa bókina og höfundur hafði af því að skrifa hana.

Svartþröstur