Lukkunnar pamfíll

ebook örsögur

By Ari Behn

cover image of Lukkunnar pamfíll

Sign up to save your library

With an OverDrive account, you can save your favorite libraries for at-a-glance information about availability. Find out more about OverDrive accounts.

   Not today
Libby_app_icon.svg

Find this title in Libby, the library reading app by OverDrive.

app-store-button-en.svg play-store-badge-en.svg
LibbyDevices.png

Search for a digital library with this title

Title found at these libraries:

Loading...

Lukkunnar pamfíll kom fyrst út í Noregi í september 2011 og hefur fengið frábærar viðtökur jafnt lesenda sem bókmenntagagnrýnanda. Í bókinni er að finna tuttugu örsögur. Lukkunnar pamfíll er fimmta bók Ari Behn en sú fyrsta „Trist som faen" kom út árið 1999. Vorið 2011 leikstýrði hann sínu fyrsta leikriti „Treningstimen" við leikhúsið í Rogalandi. Ari Behn vinnur nú að því að skrifa einleik sem ráðgert er að setja á svið síðla árs 2012. Einnig hefur Ari Behn komið að framleiðslu sjónvarpsþátta.

Hann lét skeggið vaxa og fór til Ameríku, las Arthur Rimbaud og orti ljóð. Í rútunni á leiðinni frá New York til Los Angeles hitti hann stúlku sem var á flótta. Stúlkan sagði að barnaverndarnefnd væri á hælunum á henni. Mamma hennar var eiturlyfjasjúklingur, en stjúpi hennar lamdi hana. Hann barði hana stöðugt. Þegar hún fór út úr rútunni morguninn eftir í Knoxville lét hún hann hafa heimilisfang föðurins. Hann sat í rútunni langt fram eftir deginum með miðann í hendinni. Hann flaug heim frá New York eftir að hafa tapað öllum farareyrinum í Las Vegas og fór á puttanum gegnum Mojaveeyðimörkina. Þegar hann var kominn aftur til Noregs sendi hann stúlkunni sem hafði farið út úr rútunni í Tennessee bréf. ,,Þú ert sú frábærasta sem ég hef hitt. Hvað gerist með okkur?" spurði hann. Þremur vikum seinna var bréfið endursent. HEIMILISFANG ÓÞEKKT var prentað stórum stöfum á umslagið. Bandaríska póstþjónustan borgaði gjaldið fyrir endursendinguna. Það kom líka fram með stórum stöfum. Rétt eins og einn dollari væri allt sem skipti máli.

,,Ari Behn rithöfundur er kominn aftur og er upp á sitt besta. Næmi, skynjun og sársauki einkennir allar tuttugu örsögurnar."

,,Með sterkum stílbrigðum og á blátt áfram máli dregur hann fram hluta raunveruleikans. Þessa skelfilega veruleika. Þennan skrítna veruleika."

Afbragð!

TOM EGELAND, VG.

Fordæmalaust bókmenntaverk um tvíræða hæfni mannanna til að öðlast hamingju. Nú á tímum stórra skáldsagna í mörgum bindum er eiginlega frelsi fólgið í að lesa svona knappan stíl, en samt svo skýran eins og raun ber vitni með ,,Lukkunnar pamfíl" Nú verðskuldar Ari Behn bestu umsögn um þessa bók."

CATHRINE KRÖGER, Dagbladet.

ARI BEHN er fæddur í Árósum árið 1972. Hann kom fyrst fram með smásagnasafnið Trist som faen árið 1999 og hefur auk þess gefið út þrjár skáldsögur. Vorið 2011 leikstýrði hann í fyrsta sinn leikritinu Treningstimen við Leikhúsið á Rogalandi.

Lukkunnar pamfíll