
Sign up to save your library
With an OverDrive account, you can save your favorite libraries for at-a-glance information about availability. Find out more about OverDrive accounts.
Find this title in Libby, the library reading app by OverDrive.

Search for a digital library with this title
Title found at these libraries:
Library Name | Distance |
---|---|
Loading... |
Glæpasaga sem gerist á Íslandi, Kaupmannahöfn, Washington og Afganistan. Einstaklega spennandi glæpareifari sem hefur hlotið lof allra sem lesið hafa.
Í fjalllendi Afganistan er Hrafna Huld, starfsmaður stoðtækjaframleiðandans Ægis, að ljúka leiðangri til hjálpar fórnarlömbum jarðsprengna.
Daginn fyrir heimför litast hún um á basarnum í borginni Herat. Skyndilega er hún stödd í miðri morðárás á sendinefnd bandarískra öldungadeildarþingmanna sem þar er einnig á ferð.
Fífldjörf „íslensk" viðbrögð hennar verða til þess að bjarga lífi eins senatorsins.
En hennar líf verður ekki samt eftir það.
Hrafna nær sér af sárunum sem hún hlaut, eftir að heim kemur og heldur grunlaus áfram starfinu; þróun nýrra gervifóta handa fórnarlömbum stríða. Lífið heldur áfram sinn vanagang,
. . . heldur hún.
Tveimur árum eftir tilræðið er senatorinn sem hún bjargaði kjörinn forseti Bandaríkjanna,
. . . Stuttu seinna stíga tveir ungir afganir, klæddir á vestrænan hátt, upp í farþegavél á flugvellinum í Herat. Í vegabréfinu eru þeir sagðir sölumenn þurrkaðra ávaxta og áritunin gildir til Íslands.
Sagan er magnþrungin og hlaðin dulúð og spennu frá upphafi allt til lokasíðna. Þá upplýkst óvænt vitneskja, sem öllum kemur á óvart og breytir sýn manna á alla atburðarrásina.