Glansmyndasafnararnir

ebook

By Jóanes Nielsen

cover image of Glansmyndasafnararnir

Sign up to save your library

With an OverDrive account, you can save your favorite libraries for at-a-glance information about availability. Find out more about OverDrive accounts.

   Not today
Libby_app_icon.svg

Find this title in Libby, the library reading app by OverDrive.

app-store-button-en.svg play-store-badge-en.svg
LibbyDevices.png

Search for a digital library with this title

Title found at these libraries:

Loading...

„Herrann sendi hóru inn líf mitt," sagði Leif einu sinni.

„Það var einmitt það sem hann gerði. Eina sem lá með útglennt klofið frammi fyrir öllum norska flotanum. Og hvað kallar maður þann sem kemur með hórur? Melludólg! Það er einmitt Guð. Útsmoginn melludólgur. Himnaríki er eitt stórt hóruhús."

Sex drengir. Sex ólík örlög. Verið velkomin til Kaupmannahafnar og Þórshafnar sjöunda áratugarins og allt til hins tíunda. Glansmyndasafnararnir er skáldsaga um hugsjónir og ástríðu sem getur reynst banvæn. Þetta er skáldsaga sem fjallar um breytingu Færeyja til nútímasamfélags, um það þegar hinar gömlu hefðir mæta hinni opinskáu umræðu nútímans og velferð, um allar þær ímyndir um betra líf sem verða fólki að fjörtjóni. Lesandinn er sá eini sem lifir af lestur þessarar skáldsögu.

„Jóanes Nielsen hefur skrifað um einstaklinga sem misstigu sig á uppvaxtarárum sínum. Ef rithöfundurinn hefði ekki skrifað söguna svona vel væri hún óbærileg aflestrar."

- Henrik Wivel, Weekendavisen

„... dásamlega vel skrifuð og stílhrein skáldsaga ..."

- Tine Maria Winther, Politiken

„... sterk og óvenju áhrifarík upplifun af lestri bókarinnar ..."

- Zenia Johnsen, Litteratursiden.dk

„...áhrifamikil frásagnarlist, flókin og hrífandi frásögn um örlög manna."

- Anne Lise Marstrand - Jørgensen - Berlingske Tidende

Jóanes Nielsen (1953) er einn af umtöluðustu og mest lesnu rithöfundum Færeyja. Hann hefur gefið út fjórar skáldsögur, átta ljóðasöfn, tvö leikrit auk smásagna og ritgerða frá því hann skrifaði fyrstu bók sína árið 1978. Glansmyndasafnararnir er þriðja skáldsaga hans.

Glansmyndasafnararnir