Ég er á lífi, pabbi

ebook 22. júlí -- dagurinn sem breytti okkur

By Siri Marie Seim Sønstelie

cover image of Ég er á lífi, pabbi

Sign up to save your library

With an OverDrive account, you can save your favorite libraries for at-a-glance information about availability. Find out more about OverDrive accounts.

   Not today
Libby_app_icon.svg

Find this title in Libby, the library reading app by OverDrive.

app-store-button-en.svg play-store-badge-en.svg
LibbyDevices.png

Search for a digital library with this title

Title found at these libraries:

Loading...

Siri Mari Seim Sønstelie fer í fyrsta sinn í sumarbúðir AUF í Útey í júlímánuði 2011. Í huga Siri er eyjan alveg eins og Jens Stoltenberg forsætisráðherra hefur lýst henni: Paradís. Allt þar til maður klæddur í gervi lögreglubúning gengur á land og byrjar að skjóta. Sumarbúðir AUF breytast í helvíti og Siri flýr yfir sleipa steina um bratta kletta í leit að felustað.

Í landi er pabbi hennar Erik Sønstelie sem upplifir verstu martröð lífs síns. Mun dóttirin lifa af hildarleikinn á eyjunni í Tyrifjorden?

,,Ég er á lífi, pabbi" er heimild um hryðjuverkaárásina í Osló og Útey 22. júlí 2011. Í bókinni er sögð saga Siri og Eriks með aðstoð ólíkra heimilda og funda höfunda með öðrum sem upplifðu atburðina. Bókin gefur góðar upplýsingar um hryðjuverkaárásirnar sem breyttu Noregi. Hún segir einnig sögu um baráttuna við að takast aftur á við lífið eftir hina ógnvekjandi upplifun.

Siri Marie Seim Sønstelie (fædd 1991) hefur lagt stund á nám í mannréttindum við Gateway Collage í New York og leggur nú stund á nám í stjórnmálafræði og mannréttindi við háskólann í Essex á Englandi. Hún hefur verið virkur þátttakandi í fótbolta og handbolta, bæði sem leikmaður og dómari. Árið 2010 varð hún ritari í AUF félaginu í Skedsmo. Hún tók þátt í sínum fyrstu sumarbúðum í Útey 22. júlí 2011. ,,Ég er á lífi, pabbi" er fyrsta bók hennar.

Erik H. Sønstelie (fæddur 1962) hefur lagt stund á nám í stjórnmálafræði við Háskólann í Osló. Hann hefur verið blaðamaður á Nationen, Forsvarets Forum, Osloavisen og VG, vaktstjóri á VG og fréttastjóri á Svenska Dagbladet. Hann starfar nú sem verkefnastjóri hjá Schibsted ASA. Hann hefur unnið VG verðlaunin og fengið viðurkenningu frá SKUP. Erik býr í Skedsmokorset, á konu og tvö börn og hefur áður gefið út barnabók sem fjallar um íþróttalífið í Akershus.

Ég er á lífi, pabbi