Að velja gleði

ebook bók um að öðlast betra líf 

By Kay Pollak

cover image of Að velja gleði

Sign up to save your library

With an OverDrive account, you can save your favorite libraries for at-a-glance information about availability. Find out more about OverDrive accounts.

   Not today
Libby_app_icon.svg

Find this title in Libby, the library reading app by OverDrive.

app-store-button-en.svg play-store-badge-en.svg
LibbyDevices.png

Search for a digital library with this title

Title found at these libraries:

Loading...

Að velja gleði er sérlega auðlesin og áhrifarík fyrir þá sem finna að þeir vilja komast lengra með sjálfa sig - og líf sitt og tilveru. Vegna uppbyggingar bókarinnar hentar hún bæði þeim sem eru að leggja af stað út á sinn innri þroskastíg og líka þeim sem eru komnir spölkorn áleiðis.

Í bókinni eru ótal æfingar og leiðbeiningar sem hjálpa þér að skapa betra líf fyrir sjálfa/n þig og þær manneskjur sem þú mætir í lífinu. Þú lærir hvað þú getur gert til að þér líði betur og getir átt einfaldari og nánari samskipti við annað fólk. Til að þú öðlist aukið innra jafnvægi og njótir meiri hamingju. Til að þú verðir ekki auðsæranleg/ur. Svo þú upplifir sterkari frelsistilfinningu en nokkru sinni áður.

Að velja gleði færir þér verkfæri í hendur svo þú eigir auðveldara með að verða „sú/sá sem þér er ætlað að vera". Öruggari og hugrakkari. Einlægari og kraftmeiri. Dag eftir dag, viku eftir viku. Í stuttu máli sagt, svo líf þitt verði gleðiríkara.

Líttu á bókina sem vinnubók. Hafðu hana hjá þér eins og fylgisveinn. Lifðu með henni. Leyfðu henni að rugla þig í ríminu, skemmta þér og skora þig á hólm. Bókin er uppspretta nýs krafts og er ólík öllum öðrum bókum.

Kay Pollak er kvikmyndaleikstjóri og einn vinsælasti fyrirlesari Svíþjóðar á þessu sviði. Hann er höfundur sænsku metsölubókarinnar Att vaxa genom moten (Að vaxa af samskiptum) en bæði sú bók og Að velja gleði hafa selst í yfir 500.000 eintökum í Svíþjóð og auk þess verið þýddar á fjölmörg önnur tungumál.

Þýðandi: Draumey Aradóttir.

Að velja gleði