Sign up to save your library
With an OverDrive account, you can save your favorite libraries for at-a-glance information about availability. Find out more about OverDrive accounts.
Find this title in Libby, the library reading app by OverDrive.

Search for a digital library with this title
Title found at these libraries:
Library Name | Distance |
---|---|
Loading... |
Tinna er flutt og þarf að fóta sig í nýjum skóla. Bekkurinn hennar er frekar glataður en sem betur fer kynnist hún Karítas og síðan Sól, svo lífið gæti verið verra.
Þegar salerni í unglingadeildinni er sprengt í loft upp fer skólastarfið í uppnám. Tinnu grunar að árásin beinist gegn hinsegin nemendum en yfirvöld skólans eru treg að viðurkenna það. Tinna og vinir hennar taka því málin í sínar hendur. Þau vilja vita hver bera ábyrgð og ekki síður ástæðuna fyrir verknaðinum.
Fyrr en varir eru þau á flótta undan sprengjuvörgunum og flækt í atburðarás sem leiðir þau í lífsháska í næturfrosti og myrkri við gömlu höfnina.
Elísabet Thoroddsen er hinsegin höfundur sem er oftast með úfið hár og hefur óbilandi áhuga öllu sem viðkemur hinseginleikanum. Hún skrifar handrit og bækur og spilar með hljómsveitinni Ukulellur. Þrátt fyrir að eitt ár bætist á hana árlega er hún í eðli sínu eilífur unglingur sem gerir helst ekkert annað en leika sér.