Sign up to save your library
With an OverDrive account, you can save your favorite libraries for at-a-glance information about availability. Find out more about OverDrive accounts.
Find this title in Libby, the library reading app by OverDrive.

Search for a digital library with this title
Title found at these libraries:
Loading... |
FRÁSÖGN INNANBÚÐARMANNS AF AUÐÆFUM, VÖLDUM, SPILLINGU OG HEFND Í KÍNA OKKAR DAGA
Desmond Shum ólst upp í fátækt í Kína. Hann hét sjálfum sér því að brjótast til mennta og auðlegðar. Með mikilli vinnu og þrautsegju tókst honum að ljúka háskólaprófum í Bandaríkjunum. Hann sneri síðan heimleiðis, staðráðinn í að láta að sér kveða í ört vaxandi viðskiptalífi. Þar kynntist hann tilvonandi eiginkonu sinni, hinni gáfuðu og metnaðarfullu Whitney Duan sem var ákveðin í að hasla sér völl í karlasamfélaginu í Kína.
Þau voru sannkallað draumteymi og létu fljótt að sér kveða. Með því að mynda tengsl við æðstu meðlimi Kommúnistaflokksins, hina svokölluðu Rauðu aðalsstétt, komust þau brátt í hóp kínverskra milljarðarmæringa. Þau reistu meðal annars eitt fínasta hótelið í Bejing, gríðarstóra flugfraktaðstöðu á alþjóðaflugvellinum og fjármögnuðu ýmsar risaframkvæmdir.
Desmond og Whitney voru áberandi, ferðuðust i einkaþotum og keyptu dýr hýbýli, farartæki og listaverk. En árið 2017 urðu straumhvörf í lífi þeirra. Desmond var þá erlendis með ungum syni þeirra þegar hann frétti að Whitney væri horfin ásamt þremur vinnufélögum.