Sign up to save your library
With an OverDrive account, you can save your favorite libraries for at-a-glance information about availability. Find out more about OverDrive accounts.
Find this title in Libby, the library reading app by OverDrive.

Search for a digital library with this title
Title found at these libraries:
Loading... |
Í miðri metoo-byltingunni 2017 birtist forsíðufrétt í sænska dagblaðinu Dagens Nyheter þar sem átján konur báru áhrifamann í sænsku menningarlífi þungum sökum. Þær sögðu sögur af áreitni, hótunum og nauðgunum. Maðurinn starfrækti virtan menningar- og listaklúbb í Stokkhólmi og var í nánum tengslum við meðlimi Sænsku akademíunnar.
Í Klúbbinum gaumgæfir blaðakonan Matilda Gustavsson valdaöflin í sænsku menningarlífi og hversu langt sumir leyfa sér að ganga í nafni listarinnar. Hún fjallar um þær afleiðingar sem fréttaflutningurinn hafði og lýsir þeim hörðu átökum sem urðu innan Sænsku akademíunnar, einnar elstu og virtustu menningarstofnunar veraldar.