Sign up to save your library
With an OverDrive account, you can save your favorite libraries for at-a-glance information about availability. Find out more about OverDrive accounts.
Find this title in Libby, the library reading app by OverDrive.

Search for a digital library with this title
Title found at these libraries:
Library Name | Distance |
---|---|
Loading... |
Bandaríkjamaðurinn Dwayne Koster var heillaður af örlögum landa síns, tónlistarmannsins Jims Sullivans sem nánast gufaði upp í eyðimörkinni í Nýju-Mexíkó í marsmánuði 1975. Ekkert hefur spurst til hans síðan þá og engar vísbendingar hafa komið fram um hvað af honum hafi orðið. Dwayne ákveður að stytta sér aldur á sömu slóðum og síðast sást til Jims Sullivans. En þessi skáldsaga segir líka aðra sögu og það er saga hennar sjálfrar og hins uppdiktaða höfundar hennar sem bætir sífellt við litlum bútum í frásögnina og hylur þannig mörk sögunnar móðu. Má því segja að í þessu verki Tanguys Viels felist tvíþætt svar — bæði tilvistarlegt og fagurfræðilegt — við spurningunni um endalok.