Sign up to save your library
With an OverDrive account, you can save your favorite libraries for at-a-glance information about availability. Find out more about OverDrive accounts.
Find this title in Libby, the library reading app by OverDrive.

Search for a digital library with this title
Title found at these libraries:
Library Name | Distance |
---|---|
Loading... |
Á brennheitum ágústdegi finnst lítill drengur látinn í bíl. Þegar Malin Fors kemur á staðinn situr móðir hans í forsælu undir tré með son sinn í fanginu. Örvæntingarfull óp hennar hafa breyst í angurværan ekka.
Rannsókn lögreglu lýkur fljótt. Svo virðist sem móðirin hafi gleymt drengnum sofandi í bílnum. Þetta vekur skiljanlega hneykslun bæjarbúa sem margir vilja að móðirin sé látin svara til saka. Næstu vikur sætir hún hatri og hótunum á netinu.
Malin veltir fyrir sér hvernig beri að refsa þeim sem hefur þegar fengið verstu mögulegu refsingu. Mitt í þeim vangaveltum er framið morð sem beinir sjónum lögreglunnar aftur að máli litla drengsins.