Sign up to save your library
With an OverDrive account, you can save your favorite libraries for at-a-glance information about availability. Find out more about OverDrive accounts.
Find this title in Libby, the library reading app by OverDrive.

Search for a digital library with this title
Title found at these libraries:
Loading... |
Í þessari nýstárlegu ævisögu hefur Alex Christofi ofið í samhengi vandlega valin brot úr verkum rússneska skáldjöfursins Fjodors Dostojevskí.
Úr verður heillandi mynd af mögnuðu skáldskaparlífi sem gat af sér nokkrar af frægustu skáldsögur heimsbókmenntanna, Glæp og refsingu, Karamazovbræðurna og Fávitann.
Lýst er ævintýralegu lífshlaupi þar sem skammt var öfganna á milli, allt frá fangabúðavist í Síberíu til spilahalla Evrópu og fágaðra vistarvera aðalsins í Pétursborg, og sögð saga kvennanna þriggja sem mörkuðu djúp spor í lífi rithöfundarins – berklaveiku ekkjunnar Maríu, hinnar hvatvísu Polínu og Önnu sem gekk fram fyrir skjöldu til að treysta í sessi bókmenntaarfleifð Dostojevskís.