Sign up to save your library
With an OverDrive account, you can save your favorite libraries for at-a-glance information about availability. Find out more about OverDrive accounts.
Find this title in Libby, the library reading app by OverDrive.

Search for a digital library with this title
Title found at these libraries:
Loading... |
DAGLEGT LÍF OG MENNING Á EYRARBAKKA
Hér segir frá kaupmannskonunni Eugeníu Nielsen (1850–1916) sem gerði Húsið sögufræga á Eyrarbakka að miðstöð félags- og menningarlífs á Suðurlandi á síðari hluta nítjándu aldar og fyrstu árum þeirrar tuttugustu. Þangað komu innlendir og erlendir rithöfundar, tónlistarfólk og listmálarar, sumir árlega, og miðluðu list sinni.
Eugenía var kvenskörungur, stjórnsöm og virðuleg húsmóðir sem gekk ríkt eftir reglu og þrifnaði en auk þess ákaflega gestrisin og hjálpfús. Óþreytandi framfarahugur hennar og menningaráhugi skapaði einstakt andrúmsloft í litla þorpinu við ströndina og nærsveitum þess. Eugenía beitti sér fyrir stofnun og starfsemi bindindisfélags, kvenfélags, leikfélags, söngfélags og ungmennafélags og gekk fram fyrir skjöldu í líknarmálum margs konar í þágu fátæks fólks og bágstaddra.
Höfundur bókarinnar, Kristín Bragadóttir, fæddist og ólst upp á Eyrarbakka og þekkir því vel til sögusviðsins. Auk þess að segja sögu Eugeníu lýsir Kristín fjölbreyttu mannlífi á Eyrarbakka og ekki síst lífi og störfum alþýðukvenna á síðari hluta nítjándu aldar og í upphafi þeirrar tuttugustu.