Vorlík

ebook

By Mons Kallentoft

cover image of Vorlík

Sign up to save your library

With an OverDrive account, you can save your favorite libraries for at-a-glance information about availability. Find out more about OverDrive accounts.

   Not today

Find this title in Libby, the library reading app by OverDrive.

Download Libby on the App Store Download Libby on Google Play

Search for a digital library with this title

Title found at these libraries:

Loading...

Geislar vorsólarinnar leika um Linköping í Svíþjóð. Borgarbúar varpa af sér vetrardrunganum og flykkjast á útiveitingahúsin við Stóra torgið í hjarta borgarinnar. Nokkrar svölur svífa í loftinu, litríkir túlípanar eru boðnir til sölu og móðir með tvö ung börn gengur í átt að hraðbanka. Skyndilega er kyrrðin rofin — af öflugri og háværri sprengingu.

Rannsóknarlögreglukonan Malin Fors stendur við kistu móður sinnar er lágur dynur rýfur þögnina í útfararkapellunni. Skömmu síðar er hún á leið á Stóra torgið. Þar mætir henni sjón sem hún mun aldrei gleyma. Torgið er þakið glerflísum, sundurtættum blómum og grænmetisleifum. Augu hennar staðnæmast við ónýtan barnaskó. Mitt í þrúgandi þögninni nartar dúfa í eitthvað rautt.

Mons Kallentoft er einn af þekktustu höfundum Svíþjóðar. Ritröð hans um Malin Fors, lögreglukonu í Linköping, hefur notið mikilla vinsælda. Vorlík er fjórða bókin í röðinni en hinar þrjár, Sumardauðinn, Haustfórn og Vetrarblóð, hafa selst í meira en einni milljón eintaka og verið þýddar á 24 tungumál.

Vorlík