Stúlkan með snjóinn í hárinu

ebook

By Ninni Schulman

Stúlkan með snjóinn í hárinu

Sign up to save your library

With an OverDrive account, you can save your favorite libraries for at-a-glance information about availability. Find out more about OverDrive accounts.

   Not today

Find this title in Libby, the library reading app by OverDrive.

Download Libby on the App Store Download Libby on Google Play

Search for a digital library with this title

Title found at these libraries:

Loading...

Á ísköldu gamlárskvöldi hverfur sextán ára stúlka, Hedda Losjö, frá heimili sínu í útjaðri Hagfors í Vermalandi í Svíþjóð. Lögreglumennirnir Petra Wilander og Christer Berglund fá málið til rannsóknar. Fljótlega kemur í ljós að hin samviskusama Hedda hefur lifað tvöföldu lífi.

Skömmu síðar finnst lík ungrar stúlku í jarðhýsi nokkrum kílómetrum frá heimili Losjö-fjölskyldunnar. Stúlkan er nakin og hefur verið myrt með skoti í hnakkann. Er þetta Hedda?

Eftir erfiðan skilnað hefur blaðamaðurinn Magdalena Hansson flutt frá Stokkhólmi á heimaslóðir sínar í Hagfors. Hún vonast til að kyrrðin og öryggið á æskustöðvunum veki með henni lífsgleðina á ný. Magdalena verður gagntekin af örlögum Heddu og fer að rannsaka málið nánar. Hún kemst að raun um að þetta friðsæla byggðarlag hefur að geyma leyndarmál — og sumir gera hvað sem er til að fela slóð sína.

Stúlkan með snjóinn í hárinu