Sign up to save your library
With an OverDrive account, you can save your favorite libraries for at-a-glance information about availability. Find out more about OverDrive accounts.
Find this title in Libby, the library reading app by OverDrive.

Search for a digital library with this title
Title found at these libraries:
Loading... |
Fáir hafa náð betri tökum á listformi smásögunnar en rússnesku meistararnir á 19. og 20. öld. Í þessa sýnisbók hefur Áslaug Agnarsdóttir valið og þýtt nokkrar af fremstu smásögum rússneskra bókmennta eftir þekkta höfunda allt frá Púshkín til Teffí.
Sögurnar eru allar samdar fyrir byltinguna 1917 — og takast á við og endurspegla á ólíkan hátt viðkvæm álitaefni í samfélaginu. Í Rússlandi hefur það oftar en ekki verið hlutverk rithöfunda að ganga á hólm við ríkjandi hefðir, spyrja spurninga sem aðrir þora ekki að spyrja og „segja sannleikann" eins og það er kallað.
Sögurnar eru auk þess frábærlega stílaðar og afar skemmtilegar aflestrar.