Sign up to save your library
With an OverDrive account, you can save your favorite libraries for at-a-glance information about availability. Find out more about OverDrive accounts.
Find this title in Libby, the library reading app by OverDrive.

Search for a digital library with this title
Title found at these libraries:
Library Name | Distance |
---|---|
Loading... |
Nancy Hawkins er ung, feitlagin ekkja. Hún vinnur á bókaforlagi í Lundúnum á sjötta áratug tuttugustu aldar. Helsti óvinur hennar er hinn sjálfumglaði rithöfundur Hector Bartlett sem hún getur ekki setið á sér að kalla „pisseur de copie". Þetta reynist afdrifaríkt. Örlög þeirra tvinnast saman með óvæntum hætti. Margar fleiri eftirminnilegar persónur koma við sögu í þessari bráðfyndnu og hugmyndaríku bók.
Langur vegur frá Kensington er ein allra besta saga Muriel Spark. Eins og í flestum öðrum bókum hennar tvinnast þar saman harmþrunginn undirtónn og óviðjafnanlegur húmor.
Muriel Spark (1918–2006) var einn snjallasti skáldsöguhöfundur Breta á síðari hluta tuttugustu aldar. Frægasta skáldsaga hennar er The Prime of Miss Jean Brodie.