Sign up to save your library
With an OverDrive account, you can save your favorite libraries for at-a-glance information about availability. Find out more about OverDrive accounts.
Find this title in Libby, the library reading app by OverDrive.

Search for a digital library with this title
Title found at these libraries:
Loading... |
Þegar dularfull kuflklædd vera birtist í þorpinu Three Pines í Kanada einn kaldan nóvemberdag eru þorsbúar í fyrstu forvitnir. En síðan verða þeir varir um sig. Veran er ískyggileg ásýndum. Lögregluforingjanum Armand Gamache finnst ógn stafa af henni. En hann getur ekkert að gert. Svo hverfur veran fyrirvaralaust á brott að næturlagi. Stuttu síðar finnst lík.
Mörgum mánuðum seinna hefjast réttarhöld í júlíhitanum í Montréal. Þá þarf Gamache yfirlögregluþjónn að horfast í augu við ákvarðanir sínar hina nöpru nóvemberdaga. Það er ekki aðeins sakborningurinn sem er fyrir rétti heldur líka samviska Gamache ...
Bækur kanadíska skáldsagnahöfundarins Louise Penny um lögregluforingjann Armand Gamache hafa farið sigurför um heiminn. Bækurnar hafa ekki aðeins setið í efstu sætum metsölulista heldur er höfundurinn margverðlaunaður fyrir þær.