Sign up to save your library
With an OverDrive account, you can save your favorite libraries for at-a-glance information about availability. Find out more about OverDrive accounts.
Find this title in Libby, the library reading app by OverDrive.

Search for a digital library with this title
Title found at these libraries:
Library Name | Distance |
---|---|
Loading... |
Umdeildur áhættufjárfestir Carsten Jonsson byggir sér risastóra sumarvillu á suðurströnd Sandhamn-eyju. Undarleg óhöpp gerast á byggingartímanum. Eru þau tilviljanir eða skemmdarverk? Kvöldið sem Carsten heldur stórfenglegt innflutningspartí dynur ógæfan yfir.
Það renna tvær grímur á lögregluforingjann Thomas Andreasson þegar hann fer að kljást við eitt sitt erfiðasta mál. Hann hefur verið í lögreglunni í tuttugu ár en tekur nú að efast um að hann sé á réttri hillu í lífinu. Til allrar hamingju er Nóra vinkona hans komin til Sandhamn í sumarfrí. Hún vinnur núna við rannsókn efnahagsbrota og henni tekst að rekja dularfulla slóð fjármálagerninga áhættufjárfestisins til Rússlands.
Í skugga valdsins er sjöunda bókin í hinni geysivinsælu Sandhamn-seríu um æskuvinina, lögfræðinginn Nóru Linde og lögreglumanninn Thomas Andreasson. Sandhamn-bækurnar hafa selst í meira en þremur milljónum eintaka og eru nú gefnar út í tuttugu og fimm löndum.