Nehemíabók

audiobook (Unabridged) Biblían--Heilög ritning

By Biblían

cover image of Nehemíabók
Audiobook icon Visual indication that the title is an audiobook

Sign up to save your library

With an OverDrive account, you can save your favorite libraries for at-a-glance information about availability. Find out more about OverDrive accounts.

   Not today

Find this title in Libby, the library reading app by OverDrive.

Download Libby on the App Store Download Libby on Google Play

Search for a digital library with this title

Title found at these libraries:

Library Name Distance
Loading...

Ritið sem kennt er við Nehemía hefur upphaflega verið hluti Esrabókar. Greint er frá för Nehemía til Jerúsalem en þangað var hann sendur af Persakonungi sem landstjóri í Júda. Síðan er fjallað um endurreisn múra Jerúsalem. Þá er sagt frá guðsþjónustu sem haldin var í borginni á laufskálahátíðinni en hún hafði verið endurreist af Júdamönnum. Í lýsingu á þessari guðsþjónustu koma fram nokkur höfuðatriði í guðsþjónustum Gyðinga í samkunduhúsum þeirra. Í síðasta hluta ritsins er fjallað um guðsþjónustuna og ýmsar aðgerðir til að hreinsa líferni safnaðarins. Áberandi einkenni ritsins er í hve ríkum mæli Nehemía setur traust sitt á Guð og hversu oft hann biður til hans.

Skipting ritsins

1.1–2.20 Nehemía fer til Jerúsalem

3.1–7.73 Endurreisn múra Jerúsalem

8.1–10.39 Lögbókin lesin og skýrð, sáttmálinn endurnýjaður

11.1–13.3 Skrá yfir presta og Levíta. Vígsla borgarinnar

13.4−13.31 Önnur störf Nehemía

Nehemíabók