Markúsarguðspjall

audiobook (Unabridged) Biblían--Heilög ritning

By Biblían

cover image of Markúsarguðspjall
Audiobook icon Visual indication that the title is an audiobook

Sign up to save your library

With an OverDrive account, you can save your favorite libraries for at-a-glance information about availability. Find out more about OverDrive accounts.

   Not today

Find this title in Libby, the library reading app by OverDrive.

Download Libby on the App Store Download Libby on Google Play

Search for a digital library with this title

Title found at these libraries:

Library Name Distance
Loading...

Markúsarguðspjall er talið elst guðspjallanna. Bæði Matteus og Lúkas nota hnitmiðaðan söguþráð þess ásamt öðrum heimildum sem uppistöðu og einu nafni eru Matteusar-, Markúsar- og Lúkasarguðspjall nefnd samstofna guðspjöllin. Markús hefur frásögn sína á því að geta orða spámanns Jesajabókarinnar er boðaði komu þess er fara skyldi á undan Messíasi og segir síðan frá Jóhannesi skírara. Hann greinir frá atburðum í lífi Jesú, dauða og upprisu en varðveitir minna efni úr kenningum og ræðum Jesú en önnur guðspjöll. Hann boðar Krist sem Guðs son er vald hafði til að kenna og lækna. Hann lýsir Jesú sem Mannssyninum er kom til þess að gefa líf sitt fyrir aðra. Tákn Markúsar guðspjallamanns er ljónið.

Skipting guðspjallsins

1.1−1.15 Prédikun Jóhannesar skírara, skírn Jesú og freisting

1.16−9.50 Starf Jesú í Galíleu

10.1−10.52 Ferð Jesú frá Galíleu upp til Jerúsalem

11.1−13.37 Starf Jesú í Jerúsalem

14.1−15.47 Pína Jesú, dauði og greftrun (píslarsaga Markúsar)

16.1−16.20 Upprisa Jesú

Markúsarguðspjall