Lúkasarguðspjall

audiobook (Unabridged) Biblían--Heilög ritning

By Biblían

cover image of Lúkasarguðspjall
Audiobook icon Visual indication that the title is an audiobook

Sign up to save your library

With an OverDrive account, you can save your favorite libraries for at-a-glance information about availability. Find out more about OverDrive accounts.

   Not today

Find this title in Libby, the library reading app by OverDrive.

Download Libby on the App Store Download Libby on Google Play

Search for a digital library with this title

Title found at these libraries:

Library Name Distance
Loading...

Í Lúkasarguðspjalli er Jesú lýst sem frelsara Gyðinga og frelsara alls heimsins. Höfundur guðspjallsins er Lúkas læknir sem var samstarfsmaður Páls postula (sbr. Kól 4.14) og hann er líka höfundur Postulasögunnar. Bæði ritin eru skrifuð ákveðnum viðtakanda sem nefndur er Þeófílus (Guðs vinur) og er ávarpaður í upphafi beggja rita. Í upphafi guðspjallsins eru frásögur af fæðingu Jóhannesar skírara og af fæðingu Jesú og þar er varðveitt ein bernskufrásaga af Jesú. Gleðin skipar háan sess í guðspjallinu, einkum í upphafsköflunum. Sumt efni hjá Lúkasi er hvergi varðveitt annars staðar, eins og lofsöngvarnir í upphafsköflunum, Lofsöngur Maríu (Magnificat, 1.46−1.56), Lofsöngur Sakaría (Benedictus, 1.68−1.79), söngur englanna á Betlehemsvöllum (Gloria in excelsis, 3.14) og Lofsöngur Símeons (Nunc dimittis, 2.29−2.32). Þá geymir Lúkasarguðspjall dæmisögurnar um miskunnsama Samverjann og glataða soninn. Lúkas ítrekar hvernig Jesús kallaði til sín fólk sem minna mátti sín í samfélaginu og getur margra kvenna sem fylgdu Jesú. Lúkas leggur áherslu á að heilagur andi mótar atburði guðspjallsins og lýkur guðspjallinu á fyrirheitinu um gjöf heilags anda (24.49). Þannig tengjast bæði Lúkasarrit Nýja testamentisins, guðspjallið og Postulasagan. Tákn Lúkasar guðspjallamanns er nautið.

Skipting guðspjallsins

1.1−1.4 Formálsorð höfundar

1.5−2.52 Fæðingarsögur Jóhannesar skírara og Jesú, Jesús tólf ára

3.1−4.13 Prédikun Jóhannesar skírara, skírn Jesú og freisting

4.14−9.50 Starf Jesú í Galíleu

9.51−19.27 Ferð Jesú frá Galíleu upp til Jerúsalem

19.28−21.38 Starf Jesú í Jerúsalem

22.1−23.56 Pína Jesú, dauði og greftrun (píslarsaga Lúkasar)

24.1−24.53 Upprisa Jesú

Lúkasarguðspjall