Sign up to save your library
With an OverDrive account, you can save your favorite libraries for at-a-glance information about availability. Find out more about OverDrive accounts.
Find this title in Libby, the library reading app by OverDrive.

Search for a digital library with this title
Title found at these libraries:
Library Name | Distance |
---|---|
Loading... |
Við fyrstu sýn hafa Ljóðaljóðin á sér yfirbragð ofurvenjulegs, veraldlegs ástarljóðs og margir álíta raunar að þannig verði ljóðið best skilið. Túlkun Ljóðaljóðanna í gyðingdómi og kristni var þó löngum með öðrum hætti. Þar var fremur miðað við langsótt líkingamál og trúarlegs boðskapar leitað í margræðni textans. Samkvæmt gyðinglegri hefð er hér ekki um að ræða ást af veraldlegum toga heldur ást Guðs á útvalinni þjóð sinni. Svipuð túlkun á sér langa hefð í kristni, en þar hafa samtölin í Ljóðaljóðunum einatt verið túlkuð sem tengsl Krists við kirkju sína eða samband hans og mannssálarinnar. Í hebresku ritningunum eru Ljóðaljóðin flokkuð með Rutarbók, Esterarbók, Harmljóðunum og Prédikaranum. Staðsetningu þeirra í okkar Biblíu má rekja til þess að þau eru kynnt sem verk Salómons og því raðað með öðrum ritum sem við hann eru kennd, þ.e. Orðskviðunum og Prédikaranum.