Sign up to save your library
With an OverDrive account, you can save your favorite libraries for at-a-glance information about availability. Find out more about OverDrive accounts.
Find this title in Libby, the library reading app by OverDrive.

Search for a digital library with this title
Title found at these libraries:
Library Name | Distance |
---|---|
Loading... |
Ritið er kennt við Jósúa sem var eftirmaður Móse. Í fyrsta hluta ritsins eru frásagnir af innrás Ísraelsmanna í Kanaansland undir forystu Jósúa. Innrásin var gerð samkvæmt fyrirmælum Drottins sem grípur oft, beint og óbeint, inn í atburðarásina. Í frásögninni er lögð áhersla á hið yfirnáttúrlega.
Annar hluti ritsins segir frá skiptingu landsins milli ættbálkanna og fór hún fram með hlutkesti samkvæmt fyrirmælum Drottins (13.1–13.7). Í þriðja hluta (23. og 24. kafla) eru tvær kveðjuræður Jósúa þar sem hann fær þjóðina til að skuldbinda sig til að hlýða Drottni. Síðari ræðan tengist endurnýjun sáttmálans í Síkem.
Ritinu lýkur síðan með stuttri frásögn af dauða Jósúa og greftrun. Einn kunnasti hluti ritsins er frásögnin af falli Jeríkó (6. kafli).
Skipting ritsins
1.1–12.24 Landið unnið
13.1–22.34 Landinu skipt
13.1–13.33 Landið fyrir austan Jórdan
14.1–19.51 Landið fyrir vestan Jórdan
20.1–20.9 Stofnun griðaborga
21.1–21.45 Borgir Levíta
22.1−22.34 Um guðsdýrkun
23.1−23.16 Kveðjuræða Jósúa
24.1−24.33 Þingið í Síkem