Sign up to save your library
With an OverDrive account, you can save your favorite libraries for at-a-glance information about availability. Find out more about OverDrive accounts.
Find this title in Libby, the library reading app by OverDrive.

Search for a digital library with this title
Title found at these libraries:
Library Name | Distance |
---|---|
Loading... |
Harmljóðin voru löngum eignuð Jeremía. Þau eru lesin í samkunduhúsum Gyðinga á árlegri sorgarhátíð þeirra til minningar um eyðingu Jerúsalem og musterisins 587 f.Kr. Ljóðin lýsa neyð og örvæntingu þeirra sem drógu fram lífið í rústum Jerúsalem eftir hervirki sigurvegaranna sem höfðu flutt flesta íbúana í útlegð til Babýlonar. Harmljóðin eru að því leyti einstök heimild um sögu Ísraelsþjóðarinnar að þau ein greina frá hlutskipti þeirra sem eftir urðu í Júda við fall Jerúsalem.
Í hebreska textanum er versunum raðað í stafrófsröð, að frátöldu fimmta ljóðinu. Ekki er ólíklegt að þetta form, bragarháttur ljóðanna, eigi að tákna að mælir harmanna sé fullur. Í hebreska stafrófinu eru tuttugu og tveir stafir og því er hver kafli tuttugu og tvö vers. Í 3. kafla eru þrjú vers um hvern staf svo að hann er sextíu og sex vers. Í ýmsum kirkjudeildum skipa Harmljóðin veglegan sess í helgihaldinu, t.d. á lönguföstu. Píslarsaga guðspjallanna vitnar beint í Harmljóðin og önnur rit Nýja testamentisins bergmála ljóðin óbeint í tilvitnunum.
Skipting ritsins
1 Harmar Jerúsalem
2 Drottinn hegnir Jerúsalem
3 Hegning, iðrun, von
4 Jerúsalem eftir fall borgarinnar
5 Bæn um miskunn