Fyrra Korintubréf

audiobook (Unabridged) Biblían--Heilög ritning

By Biblían

cover image of Fyrra Korintubréf
Audiobook icon Visual indication that the title is an audiobook

Sign up to save your library

With an OverDrive account, you can save your favorite libraries for at-a-glance information about availability. Find out more about OverDrive accounts.

   Not today

Find this title in Libby, the library reading app by OverDrive.

Download Libby on the App Store Download Libby on Google Play

Search for a digital library with this title

Title found at these libraries:

Library Name Distance
Loading...

Korinta var mikil menningarborg og mátti þar finna trúarstefnur og lífsskoðanir af öllu tagi. Páll hafði stofnað söfnuð þar á árunum 49−52 e.Kr. er hann dvaldist þar í eitt og hálft ár í annarri kristniboðsferð sinni (Post 18.11). Af bréfum hans til safnaðarins má ráða að hinn ungi söfnuður hafi ekki valdið því að halda trú sinni við í því fjölþjóðaumhverfi sem ríkti í borginni án þess að sveigja til annarlegra hátta. Því voru alvarleg vandamál komin upp í söfnuðinum og að líkindum voru Páli kynnt vandamálin af mönnum sem söfnuðurinn sendi til hans þar sem hann var staddur í Efesus í þriðju kristniboðsferð sinni á árunum 53−57 (sbr. 16.17n). Deilurnar í söfnuðinum snerust um ýmis málefni, svo sem um kynlíf og hjúskap (5.–7. kafli), um heilaga kvöldmáltíð (11. kafli), um andagáfurnar (12.–14. kafli), um kristið líf í heiðinni borg o.s.frv. Páll leggur áherslu á hið sanna frelsi kristins manns og syngur kærleikanum hinn fræga óð í 13. kafla. Páll þreytir hér þá miklu frumraun að gera grein fyrir hinu kristna fagnaðarerindi eins og það birtist í grísku umhverfi. Hann bendir á grundvöll kenningarinnar í þeirri postullegu hefð sem Korintumenn eitt sinn veittu viðtöku og á upprisu Krists sem undirstöðu fagnaðarerindisins (15. kafli).

Skipting bréfsins

1.1−1.9 Inngangur, kveðjur

1.10−4.21 Klofningur í söfnuðinum

5.1−6.20 Ósiðlegur lifnaður

7.1−7.40 Um hjónabandið

8.1−11.1 Frelsi og ábyrgð kristins fólks

11.2−11.34 Guðsþjónustan í söfnuðinum

12.1−14.39 Náðargjafirnar

15.1−15.58 Um upprisuna

16.1−16.24 Kveðjur, hvatning til samskota fyrir söfnuðinn í Jerúsalem

Fyrra Korintubréf