Filippíbréfið

audiobook (Unabridged) Biblían--Heilög ritning

By Biblían

cover image of Filippíbréfið
Audiobook icon Visual indication that the title is an audiobook

Sign up to save your library

With an OverDrive account, you can save your favorite libraries for at-a-glance information about availability. Find out more about OverDrive accounts.

   Not today

Find this title in Libby, the library reading app by OverDrive.

Download Libby on the App Store Download Libby on Google Play

Search for a digital library with this title

Title found at these libraries:

Library Name Distance
Loading...

Filippíbréfið hefur verið nefnt „bréf gleðinnar" þótt Páll sé í fangelsi er hann ritar það. Söfnuðurinn í Filippí í Grikklandi var fyrsti söfnuðurinn sem Páll stofnaði í Evrópu (sbr. Post 16.11−16.16) og aðalerindi bréfsins var að þakka söfnuðinum fyrir gjöf sem hann hafði sent Páli. Jafnframt notar hann tækifærið til að hvetja söfnuðinn og minna hann á inntak fagnaðarerindisins því að villukenningar höfðu verið fluttar í Filippí. Gegn þeim setur hann fram höfuðsannindi fagnaðarerindisins í hnitmiðuðu máli og leggur áherslu á að Kristur sé líf trúaðs manns (1. kafli) og að niðurlæging Krists sé til eftirbreytni í auðmýkt og hlýðni (2. kafli). Postulinn hvetur menn til að gleðjast og fagna af því að Kristur veitir fólki von og styrk í öllum aðstæðum lífsins (3. og 4. kafli). Lofsöngurinn í 2.6−2.11 um tign Jesú sem menn eiga að trúa á er traust heimild um að frumkirkjan hafi trúað staðfastlega á fortilveru Krists.

Filippíbréfið